Það er orðið mjööööööööög langt síðan ég var hér síðast.....
14.6.2009 | 16:44
fékk einhverja ritstíflu .......eða nennti þessu ekki....en nú er ég komin aftur og mig langar ennþá ekkert til að skrifa um fréttir eða landsmálin og held mér bara við lífið og tilveruna hjá þessari fjölskyldu... Það er sem sagt allt gott að frétta af okkur hér í Hraunbænum, maí mánuði var erilsamur hjá okkur öllum og lítið pláss fyrir annað en vinnu og skóla hjá fjölskyldu meðlimum en nú hyllir undir sumarleyfi og fer húsmóðirin í frí 29.júní og eiginmaður um svipað leyti eða hann hættir bara alveg því ekki liggur ljóst fyrir ennþá hvort vinnustaður hans lifir lengur en til mánaðarmóta..... dóttirin mun verða í fríi með foreldrunum því ekki er vinna nema fram að sumarfríi...
Ólöf Kristín tók 10.bekkinn með stæl var með 9,3 í aðaleinkunn hún hefur sótt um Verslunarskólann og vonar innilega að hún komist þangað ....það á á eftir að koma í ljós... Eins og einhverjir vita þá hefur hún verið að spila handbolta í vetur og spilað bæði með 4 og 3ja flokk......nú í maí var hún valin í 28 manna úrtak í landslið kvenna undir 17 ára og mín kona var nú heldur en ekki kát með þetta ...þessi hópur æfði alla síðustu helgi og síðan verða valdar 22 úr þessum hópi til að æfa saman næsta vetur........ í apríl var óskað eftir því við hana að hún tæki við hlutverki í Kardimommubænum í júní og fór hún í dag og leikur í tveimur síðustu sýningum fyrir sumarfrí ...síðan tekur hún upp þráðinn í lok ágúst.... Hún hefur verið að talsetja undanfarið og síðan fékk hún vinnu í leikskólanum mínum á vegum vinnuskólans...
Það er allt gott að frétta af Palla og Herdísi það fjölgar dýrum á heimilinu hjá þeim ...fyrir áttu þau naggrísina Hákoníu og Daðínu en nú hefur páfagaukurinn Jakob bæst í hópinn..... Palli lagði af stað í leiðangur með Bjarna Sæmundssyni þann 11.júní og verður í 15 daga ...það á að mynda kórala suð-austur af landinu....það er hægt að fylgjast með ferðum skipsins á www.hafro.is
Nonni og Tedda eru á rólegum nótum ...skólanum var að ljúka hjá Nonna og var hann í námsferð í Barselona með kennurum Selásskóla í síðustu viku.......hann sagðist ekki vilja kenna í skóla á Spáni.... annars verður hann að þjálfa alla daga í sumar bæði 7.flokk og 4. flokk. Tedda er að vinna í sumar og mun svo halda áfram námi í haust.
Þórður og Emilie koma til landsins þann 1.júlí og verða í 20 daga......Þórður hefur fengið inngöngu í menntaskóla í Kaupmannahöfn og ætlar að klára stúdentspróf þaðan......við foreldrarnir erum afskaplega ánægð með þá ákvörðun......
Það sem er framundan hjá okkur er ættarmót að Laugum í Sælingsdal og mun minn leggur í fjölskyldunni fjölmenna..... Þaðan förum við vestur á Bíldudal. Gulli bróðir hefur lánað mér húsið sitt því Laugardalurinn verður upptekin á þeim tíma sem ég gæti komist þangað...Þórður, Emilie og Ólöf verða með okkur ........við ætlum að stoppa þar í ca. 5-7 daga og far svo norður á Ólafsfjörð.....förum líkleg svolítið eftir veðri....en okkur er farið að hlakka til að komast í sumarfrí......
Jæja látum þetta gott heita núna en munið:
" við veljum okkur viðhorf"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.