Fréttir af fjölskyldunni.....
21.3.2009 | 11:48
Þetta eru orðnir nokkurskonar frétta pistlar af fjölskyldunni hjá mér ...eða bara dagbók......en það er nú í góðu lagi.....Þessi vika hefur liðið ansi hratt ...það var bara mánudagur og föstudagur....... en ég er líka búin að vera óskaplega löt eitthvað og lítið gert.....dreif mig til læknis á mánudag eftir að hafa farið nokkrum sinnum í blóðþrýstingsmælingu .....og viti menn ég er komin á lyf eins og líklega hálf þjóðin við blóðþrýstingi annars var bara ekkert að mér og allar mælingar í góðu lagi.....
... ég er nú samt ekki sátt við að þurfa að taka lyf......
Eins og alltaf er allt á ferð og flugi í kringum Ólöfu hún hefur verið að talsetja í vikunni og spila handbolta, þeim gengur enn vel í handboltanum eru efstar í riðlinum og allar líkur á að þær vinni deildina með sama áframhaldi....... Selma Björns hafði samband við hana og bað hana að koma til liðs við Kardimommubæinn í Þjóðleikhúsinu ...það eru komnar svo margar sýningar að það vantar að bæta við krökkum til að jafna álagið ....og að sjálfsögðu sagið mín já .....
ekki málið að hoppa inní leiksýningu í þjóðleikhúsinu......
Daman hefur ekki látið laust né fast með að fá hárlengingar ....hún hefur verið að nota hárlengingar sem smelltar eru í hárið en hún vildi fá lengingar sem hún þyrfti ekki alltaf að vera að taka úr og setja í .....svo nú var látið til skara skríða í gær og daman er nú með sítt hár.........hún borgaði þetta sjálf ...enda er þetta dýrt ....en þetta er hár með ábyrgð í 1 1/2 ár og er alveg ótrúlega eðlilegt......enda ekta hár....
Ég talaði við Þórð í vikunni og var mjög gott hljóð í honum . Hann fór og talaði við námsráðgjafa í menntaskólanum sem hann er búin að skrá sig í og var bara mjög ánægður eftir það.....hann fær svar í apríl um það hvort hann þarf að taka einhver inntökupróf þá verður það líklega enska og stærðfræði til að sjá hvar hann stendur í þeim fögum annars er hann komin inn í skólann og byrjar í haust ......það er eins og það hafi létta yfir honum við að taka þessa ákvörðun.....
Allt er gott að frétta af Palla og Herdísi þau una sér vel á Ísafirði ....tala um ótrúlega veðursæld og þó veður hafi verið vitlaus fyrir vestan oft í vetur þá nær það ekki alltaf inn Ísafjörð....allavega eru þau að læra á dreifbýlið.....
Nonni og Tedda eru bara á sínu róli ......vinna og skóli....
Veður hefur verið ágætt undanfarna daga, hlýtt en gengið á með rigningu eða svona vor í lofti....Lóan er komin.....en það á nú að kólna í næstu viku og í dag er spáð stormi sunnan og vestanlands, þannig að enn eru sviptingar í veðrinu......
Látum gott heita í bili kv. Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.