Það gengur mikið á þessa dagana...

Ég er svo heppin að eiga pabba sem vill allt fyrir mig gera og ekki er hún mamma mín síðri....InLove  Pabbi er að verða búin að mála þriðja herbergið og við að umbylta og breyta þeim sem lokið er.... heimasætan er nú loksins komin með herbergi sem hæfir táningi .......og hún hefur látið fylgja með rökum fyrir þörf á slíku herbergi að ég muni líklega ekki sjá rusl í hennar vistarverum ....ever.... við sjáum nú til með það......Joyful  hér eru svo herlegheitin ........

Herbergi heimasætunnar   herbergiogpeysa2des08 001

og svo er eitt herbergi bara orðið skrifstofu og tölvuaðstaða fyrir okkur hjónin og þar með losnaði ég við tölvu úr stofunni......og það var nú gott.Smile  þriðja herbergið verður svo gestaherbergi.

Ég er afskaplega róleg í tíðinni núna ....ég er ekki farin að kaupa jólagjafir og ég finn bara ekki fyrir stressi yfir því.......ég ætla að baka uppáhalds smákökusortina fyrir heimasætuna á morgun þ.e Brúnu augun....þessar smákökur hafa allir krakkarnir mínir tekið ástfóstri við og hefur nánast nægt að baka hana marfalda eða aftur og aftur .......því enginn kannast við að fara í kökuboxið en samt hverfur allt........en það hefur bara verið gaman að því og kökurnar eiga líka að vera borðaðar í desember.....Halo  Ég var nú að ræða við dótturina um  að hún hefði engan tíma til að gera neitt..... ég vildi gera eitthvað með henni baka eða versla ... þá lét  hún  mig vita að  næstu þrír dagar væru því miður fullbókaðir og ég spurði hana hvað hún væri eiginlega að fara að gera???  mamma!!! vinir mínir tala við mig og planleggja fram í timann ef þeir ætla að vera með mér því þeir vita að ég hef svo margt að gera ......þú þarft að fara að planleggja meira fram í tímann ef við eigum að finna tíma saman........Errm  ekki sniðugt fannst mér ........mér fannst þetta frekar pirrandi........panta viðtalsbil hjá sinni eigin dóttur.....á ekki við mig......mér detta hlutirnir meira "spontant" í hug ...hér og nú.... hvaðan skildi hún hafa þetta??????

Ólöf á að fara  út í Latabæjarstúdíói á morgun þá á að taka upp viðtal við hana um Latabæ sem sýna á í "Íslandi í dag" á morgun, föstudag held ég ....á stöð 2.... þetta dettur svona upp úr henni meðfram öðru ......Það verður engin sýning á "Réttu leiðinni" á morgun, seldust ekki sýningarnar, en það er uppselt um helgina.....fyrir vikið kemst hún í punktaferð sem farin verður í skólanum á morgun......Smile  og hún er mjög glöð yfir því.......

Þá er þessum degi að ljúka og nýr kemur á morgunn með nýjum tækifærum og áskorunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigga og co......

Bara að kvitta fyrir innlit - orðið svaka fínt og

gott er að eiga góða að.....

Baráttukeðjur

Oddný og Co....

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband