Það er orðið langt síðan síðast...........

og mál til komið að segja ykkur hvað á daga mína hefur drifið síðan síðast.......Smile  Svona fyrir utan öll þjóðfélagsmálin sem allir hafa verið uppteknir af þessar síðustu vikur þá hefur nú lífið haldið áfram...... sem betur fer.....Smile Frumburðurinn hann Nonni varð 30 ára núna 25.nóv og hélt hann veglega veislu um síðustu helgi fyrir vini og vandamenn.....og svo skemmtilega vildi til dagblaðið fékk sig knúið til að birta við hann viðtal og frétt í tilefni dagsins...Þetta er nú annars svo skrýtið að ég skuli eiga þrítugt barn því mér finnst ég sjálf varla vera eldri.......Grin 

Þórður kom heim frá Danmörku og stoppaði yfir helgina til að taka þátt í afmælinu og tók hann saxafóninn með heim og spiluðu hann og Skúli vinur hans í veislunni. Bræðurnir Nonni og Palli buðu honum heim svo hann gæti verið með okkur......InLove  Palli og Herdís komu frá Ísafirði, þau flugu suður og fóru svo  á bílnum hans Palla vestur.....við höfðum smá áhyggjur af þeim á leiðinni  því spáin var þannig og komið myrkur og bíllin ekki sá besti til vetraraksturs, en ferðin  gekk bara  vel hjá þeim.  Herdís hefur loksins náð sér af þessum veikindum sem hrjáðu hana í 3 vikur eftir að hún kom vestur og er komin af stað í vinnu..... Smile Palli fór í ferð með rannsóknarskipinu  Árna Friðrikssyni um Ísafjarðardjúpið í  rúman sólahring... og varð ekki sjóveikur..........Wink  hann kemur til með að fara í ferðir  í framtíðinni og vinna með neðansjávarmyndavélina sem staðsett er á Ísafirði........honum finnst þetta mjög spennandi og gaman að takast á við nýja hluti.

Ólöf hefur haft meira en nóg að gera undafarið...það á að frumsýna jólaleikrit leiklistarhópsins "Borgarbarna" sem starfar á vegum "Sönglistar" núna á morgun sunnudag kl. 18.00 í Iðnó.  Leikritið heitir "Rétta leiðin" og er góður boðskapur í kringum jólin.....WinkHennar tími undanfarið hefur semsagt farið í æfingar og mikið verið um leyfi frá skóla.  Hún hefur brugðið sér að keppa í handboltanum og er Fylkir í efsta sæti Íslandsmótsins í 4 fl. einnig komust þær í 16 liða úrslitin í bikarnum á dögunum ....þannig að það er rífandi gangur í þessu öllu saman.....Grin Á morgun er líka síðasta sýning Skilaboðaskjóðunnar og ætlar hún að sjá þá sýningu og síðan er smá veisla í lokin fyrir leikarana sem unnið hafa að henni síðasta árið ... það er því nóg að gera á öllum vígstöðum....Smile 

Hér hafa verið framkvæmdir í gangi hann pabbi minn hefur verið að mála fyrir mig svefnherbergin og lagfæra það sem aflaga hefur farið InLove og á hann miklar þakkir skildar fyrir það, við höfum verið að taka til og grisja því það er svo skrítið að það er alltaf nóg  að dóti og drasli sem hægt er að henda ...Joyful 

Lengra höfum við þetta ekki að sinni.

Orð dagsins:  "Það er notalegt að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera notalegur."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband