Krakkarnir skiluðu sér til Ísafjarðar.....
2.11.2008 | 16:09
um kl. 15.30 í gær......það var greiðfært alla leið sem betur fer .... ég var búin að byggja upp svolítið stress yfir því að þau væru að flytja á þessum tíma og eftir þetta veðurskot sem gekk yfir í síðustu viku.... ég á þetta til.......maður er nú bara svona gerður vill halda utanum alla sína, hvar sem þeir eru...... Það gekk vel að tæma bílinn því væntanlegur yfirmaður þeirra kom við annan mann og hjálpaði þeim og Gauti bróðir Kristjáns vinar Palla og væntanlegur nágranni þeirra komu líka til hjálpar.....svo þetta gekk hratt fyrir sig......en þau eru þreytt...búin að vera strembin vika að undirbúa og koma sér vestur.... en nú tekur við nýr kafli í lífinu...að koma sér fyrir í nýjum heimkinnum...kynnast nýju fólki og takast á við nýja vinnu .....ég trúi því að þetta eigi eftir að varða frábær tími hjá þeim......
Þórður er í Árósum núna, tónskólinn hans fór í helgarferð, í heimsókn í tónlistaháskólann í Árósum. Þar hitti hann gamla skólafélaga frá Íslandi og segir þetta vera alveg frábæra ferð.
Brosum og höfum gaman að þessu .....
Athugasemdir
Gott að ferðin gekk vel og takk fyrir kvittið á flökkusíðu okkar hjóna Kveðja Bryndís
Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.