Dagur 3 mánudagur... og það er ekki að spyrja að því.....

það hriktir í stoðum þjóðfélagsins um leið og maður yfirgefur landið.... Frown en það er ekki bara á Íslandi sem allt skelfur í fjármálaheiminum heldur hér vestan hafs líka það er ekki talað um annað í sjónvarpi en hrun á Wal Street og höfnun þingsins á björgunaraðgerðunum......Errm  við gátum líklega ekki verið á ferðinni hér á óheppilegri tíma ....ef við hugsum út frá "búðum" ...Smile En maður er nú ekki að láta hátt gengi á sig fá .... eða maður ætti líkleg að gera það....það þarf líklega að borga reikningana þegar við komum til baka.....við munum fara varlega í verslunina .....allavega erum við með góðan ásetning ....vonandi dugar það Blush

Jæja við tókum daginn nokkuð snemma en fórum okkur rólega í morgun vorum lengi í morgunmatnum ....gestgjafinn var mjög ræðin og sagði okkur frá sögu hússins..... Þetta hús var byggt um 1825 ....þau keyptu það þegar það var nánast að hruni komið ......mom sagði að það hefði ekki munað miklu að hún hreinlega færi þarna að næturlagi og legði eld að því...ástandið hússins var svo hræðilegt..en Lee og kona hans keyptu það 1984 og létu gera það upp í sem upprunalegustu mynd ....og það hefur þeim tekist mjög vel þau hafa rekið Bed and brekfast í því síðan...Lee sagði okkur að hér hefði fólk búið þegar þau keyptu það og það hefði búið í tveimur herbergjum baka til og það hefði verið með hænur í einu herbergi á þriðju hæðinni...Smile búið var að taka allt rafmagn af húsinu... og í raun var húsið óíbúðarhæft. Vonandi tekst mér að setja einhverjar myndi inn í albúmið, kemur í ljós...

En við ákváðum að skreppa í verslunarferð ..... já í moll .....Haloí dag til Syracus... dóttirin var mjög umhugað að komast til að versla eitthvað ... og það gerðum við ...sjálfsagt hefði verið skinsamlegra að biða.... en fólkið er allt að koma á morgun... .seinnipartinn...svo eftir það verður dagskráin nokkuð þéttari hjá okkur...svo við ákváðum að láta þetta eftir henni...... Við fórum í "moll" sem er nálægt flugvellinum í Syracuse ....á meðan við Ólöf vorum í búðunum þá var Steini úti í bíl.... las bók... spjallaði við fólk sem átti leið hjá ....Smile sjáið þetta fyrir ykkur ..honum leiddist ekki.....síðan hitti hann okkur og við fengum okkur snarl .... og við héldum áfram að versla en hann fór með pokana út í bíl....hann segist aldrei hafa farið í eins afslappaða verslunarferð....Grin 

Við erum búin að átta okkur á aðstæðum og vegakerfinu og það er bara auðvelt að rata hér um ...höfum ekki notað GPS tækið aftur ....Wink notum það líkleg bara ef við villumst því við kunnum að stilla á Cool Brok Route ...s.s heim til mom og dad....Smile  s. s góð í tækninni ha ha ha..... Við enduðum daginn á að fara til mom and dad og borða með þeim og spjalla.....nú erum við bara í rólegheitum í herberginu og förum að sofa fljótlega....skrítið hvað maður getur verið þreyttur á að gera ekki neitt...Grin 

Það hefur kólnað í dag og hiti um 14 stig en kaldara nú í kvöld.... það hefur haldist nokkuð þurrt í dag .  Litirnir eru alveg ofboðslega fallegir á trjánum enda er þessi tími kallaður "indian sommer" eða indíána sumar vegna litadýrðarinnar.

jæja gott í bili knús til ykkar allra  Sigga og co í Ameríku Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ertu hissa þó að þjóðarskútan ruggi aðeins þegar svona ballast eins og bróðir minn og ég skreppum í burtu um skeið.  Með beztu kveðju.

Bumba, 30.9.2008 kl. 06:38

2 identicon

Kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband