þá er að dagur tvö....sunnudagur

við vöknuðum um kl. 07.00 í morgun og gátum ekki sofið lengurSleeping við vorum búin að tala e um morgunmat kl. 9.00 svo við tókum því rólega..... við fórum svo í morgunmat og það var eins og að koma í borðstofu á óðalssetri þar sem okkur var þjónað til borðs...Smile eigandinn hér heitir Lee og hann spjallaði við okkur og spurði mikið um Ísland og við reyndum að upplýsa hann að fremsta megni.......Tounge við tókum góðan tíma í morgunmatinn og fórum síðan upp aftur og viti menn ég sofnaði í tvo tíma en Steini las og lagði sig svo og Ólöf var í tölvunni......við fórum ekki út fyrr en um miðjan dag og þá keyrðum við hér um fórum niður í miðbæ Hómer og síðan inn í Cortland og fengum okkur smá að borða og komum við í stórmarkaði og keyptum lítilræði sem vantaði... Wink það hefur rignt hér í dag og verið þoka ...hiti hefur þó verið um 18 gráður en spáin næstu daga sýnist mér vera nokkuð blaut..Errm en við ætlum nú ekki að láta það trufla okkur. Eftir bíltúrinn fórum við til mom og dad og vorum þar til kl. 21.30 .....sveim mér þá við erum orðin syfjuð og þreytt þrátt fyrir að við höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut en hvíla okkur....Tounge Við höfum ákveðið að fara til Syracus á morgun og kíkt í "moll" Steini er nú ekki sérlega spenntur en ætlar nú samt að fara með okkur....hann er jú bílstjórinn..Smile það er líka ágætt að vera búin að far áður en allri koma á þriðjudaginn... ég ætla að setja inn albúm og bæta við myndum í það næstu daga... en þangað til næst hafið það gott öll sömul..

kveðja úr henni Ameríku....Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Sæl og blessuð Sigga mín!

já þetta eru ekki hlýlegar móttökur sem þið fáið í USA ... þetta með myndatöku og fingraför, mér líður eins og maður gæti ímyndað sér að fara inn í gömlu Sovétríkin ...svona KGB stemning.

Þú verður að passa upp á veskið góða mín - gengið er enn í frjálsu falli hér heima, reyndar er maður spenntur að bíða tíðinda, seðlabankastjórar og fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna funduðu undir miðnætti í gær og stjórn Glitnis fundaði í alla nótt, stjórnarformenn hinna bankanna hafa líka fundað og hitt Tryggja Þór Herbertsson og fleiri lykilmenn ...

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/29/radamenn_fundudu_fram_a_nott/

HVAÐ ER Í GANGI??

Annars er litli bróðir þinn soldið lukkulegur núna, við fórum í mat til mömmu þinnar í gær og bauð hún líka henni Huldu frænku þinni.  Heldurðu að Hulda hafi ekki gefið honum Hafliða forláta diska sem hún keypti í Danmörku árið 1978, en þá var D´Anglaterre hótelið í Kaupmannahöfn að endurnýja borðbúnaðinn sinn og seldi þann gamla.  Hulda keypti 6 diska sem þá voru orðnir 100 ára.  Og nú hefur þetta bæst í safnið hans Hafliða!!

Annars er maður með hnút í maganum, annað hvort er þetta allt að fara á hausinn eða það er að vænta meirháttar aðgerða af hálfu ríkisstjornarinnar ti að púrra upp gengið ... og ef allt fer á besta veg getur þú kannski náð að versla á skárra gengi rétt áður en þú kemur heim!!!

-En líklega veist þú þetta allt þegar þú lest þetta blogg- þú ert líklega sofandi núna og byrjar á að lesa MBL þegar þú vaknar!!!

Hafið þið það sem allra allra best í ammríkunni

kveðja

Gugga

Guðríður Arnardóttir, 29.9.2008 kl. 08:25

2 identicon

Hæ hæ.

Farðu varlega í Mollinu. Dollarinn kominn yfir 100 kr svo kannski er ekki svo hagstætt að versla í henni Ameríku. Vona að þú hafir ekki átt hlutabréf í Glitni en Ríkið er búið að yfirtaka 75% af honum. Hluthafar tapa sínu en þeir fullvissa sparifjáreigendur að þeir þurfi ekki að kvíða neinu.

Kveðja

Bergþóra

Bergþóra (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:29

3 identicon

Hér er allt í voða og volli,ekki gott að vera í molli. Ríkissjóður skeindi í nótt sem leið ungherrana sem hafa farið offari í Glitni til margra ára og selt sjálfum sér á víxl bréf á verði sem þeir hafa ákveðið sjálfir. hafðu það gott Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:25

4 identicon

P.S. sem okkar kæri Davíð Oddsson kallaði stuttbuxna drengi fyrir ekki svo mörgum árum síðan,það er ekki að spyrja að því hann veit allt þessi maður og meira að segja langt fram í tímann skelltu kveðju á Steina hann skilur þetta vel BB

Bryndís (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband