Það er heil vika síðan ég var hér síðast......
9.9.2008 | 22:49
og það er nú margt sem getur gerst í lífi manns á styttri tíma en það... Það hefur að sjálfsögðu verið nóg við að vera í vinnunni....starfsdagar á föstudag og mánudag og ég tala nú ekki um sambland af vinnu og skemmtun á föstudeginum...sem tókst frábærlega..... Helgin var fín mamma og pabbi komu klifjuð af berjum að vestan og dreifðu til afkvæma og vina sem mest þau máttu......um.m.mmmmmmm. Nú nú við mæðgur fórum svo í leikhús á sunnudagskvöldið og sáum Fló á skinn....og við skemmtum okkur konunglega....við hlógum alla vega mikið og þá er tilganginum náð að mínu mati...
Nú fer að líða að Ameríkuferð og þar sem við ætlum að láta mála öll herbergi og alla glugga á meðan við erum að heiman....þá er þetta eins og ég sé að flytja...... því ég þarf að gera klárt svo málararnir geti komist að... við ætlum reyndar að breyta ýmsu í leiðinni flytja á milli herbergja og breyta notkun á þeim þannig að við erum líka að grisja ...sem er nú ekki vanþörf á...
Það hefur verið heil mikil vinna að púsla saman dagskránni hennar Ólafar og þar sem hún vill helst ekki gefa eftir neitt af því sem hún hefur verið að gera þá er það þrautinni þyngri... en hrædd er ég um að hún komist nú að því að það þarf eitthvað undan að láta... eftir því sem kröfurnar aukast á öllum stöðum... en hún verður að finna það út sjálf ..það þýðir lítið að ætla að segja henni hvernig hún á að hafa hlutina ...þessari elsku.... en það er eins og henni líði best eftir því sem meira er að gera og þá skipuleggur hún sig líka betur.
Látum gott heita í kvöld góða nótt......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.