Frábær helgi á enda.....

Við hjónin fórum í ferð með vinnufélögum Steina ....þetta var starfsmannaferð og var mökum boðið með..... Joyful  Við höfum ekki hist oft þessi hópur og því þekktist fólk misvel en .....ferðin var frábær....við byrjuðum snemma og lögðum af stað um kl 10.30 og var haldið að Hellu.....þar var boðið upp á samlokur, harðfisk, hákarl og síðan vökva að eigin vali með.....þaðan var haldið að Keldum á Rangárvöllum þar sem tekið var á móti okkur og okkur sýndur elsti torfbær landsins sem enn er í uppunalegu ástandi..  ... elsti hlutinn frá 15. öld....og yngsti um 130 ára gamall. Við skoðuðum líka kirkjuna sem reist var 1875 en staðurinn hefur verið kirkjustaður fá því um 13. hundruð ......mér fannst alveg magnað að skoða þessar minjar og hugsa til þess að torfbærinn var í notkun allt til 1946 FootinMouth....ótrúlegt... skora á ykkur að skoða þennan stað næsta sumar....Grin  nú nú við héldum þaðan að Skógum og þar skoðuðum við byggðarsafnið ...við höfum nokkrum sinnum komið þar og skoðað safnið en við höfðum aldrei skoða nýja samgöngusafni og það var aldeilis frábært .....Steini dagaði næstum uppi þarna inni ....það varð bara afturhvarf til fortíðar... Grinen við héldum til baka og af því talað er um að virkja Urriðafoss....þá var ákveðið að stoppa þar á leiðinni ef ske kynni að hann yrði horfin næst þegar við ættum leið hjá ....Wink   stefnan var síðan tekin á Hafið blá við Óseyrarbrúna þar sem beið okkar dýrindis matur...um.um.um.........nam.... Smile   Það var ánægður hópur sem síðan snéri til Reykjavíkur um kl. 22.30 ...eitt enn það er langt síðan ég hef verið í rútuferð þar sem það hefur verið sungið eins mikið og í þessari ferð......bara frábær dagur...

Við kíktum svo á Palla og Herdís í dag ....þau eru stödd í Úthlíð og ætla að vera þar næstu vikuna ...þau buðu okkur í mat og komum við ekki til baka í bæinn fyrr en um kl. 22.00 sem sagt frábær dagur í dag líka...á leiðinni fórum við í gegnum Þingvelli og ég fékk aðeins að líta á ber á Lyngdalsheiðinni....þar var krökkt af krækiberjum.....en allt í kringum Þingvelli var fólk að tíma ber....enda veðrið frábært um 17 stiga hiti...Cool

Mamma og Pabbi skruppu vestur í  Stóra Laugardal á laugardaginn og ætla að vera í nokkra daga fyrir vestan...þau voru í berjamó í dag og fóru til berja á Bíldudal í bongó blíðu og voru bara á stuttermabol að tína ber....get alveg séð þetta fyrir mér og hefði vel getað hugsað mér að vera þar með þeim.....Grin

Þórður kláraði að flytja um helgina og er nú komin í hverfi sem heitir Vanlöse, þar hefur hann fengið ágætis herbergi um 17 fermetra og líst bara þokkalega á sig þar.  Hann kemur svo heim um jólin í frí og Tobías vinur hans ætlar að fá að kom og vera hér yfir áramótin. Smile

Við fjölskyldan hér þ.e. ég, Steini og Ólöf erum svo að leggja land undir fót um næstu mánaðarmót en þá er ferðinni heitið til USA til skiptinemaforeldra Steina  þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli og við ætlum að heimsækja þau í tilefni af því....við fórum öll þegar þau áttu gullbrúðkaup og nú á að endurtaka leikinn nema við verðum ekki eins mörg .... hlökkum bara til þess......Smile

set inn myndi í myndaalbúm frá ferðinni...

 Spakmæli dagsins: Hamingjan kemur innan frá  Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband