Veikindi...þar lá að....
23.8.2008 | 16:21
nú bregður svo við að heimasætan er veik .....og því lítið um að farið verði í bæinn af tilefni menningarnætur... hún hefur verið með hálsbólgu og hitavellu síðan á fimmtudag en er að lagast ...við tökum ekki sénsinn á að fara neitt í bæinn fyrst veðrið er svona rysjótt... fáum okkur kannski bíltúr þegar flugeldarnir byrja...sjáum til.
Skólinn var settu í gær og daman gat ekki farið á skólasetninguna....þar sem hún var lasin... en þar sem það var í hennar augum það mikilvægasta í heimi að fá stundatöfluna og vita hverjir yrðu með henni í bekk þá fór ég nú út í skóla og tók þátt í skólasetningu 10.bekkjar....ég fylgdi svo með upp í kennslustofu og hitti bekkjarfélaga og kennarann...... ég var eina foreldrið í þessum bekk en annað foreldri var í salnum í upphafi....nú þetta gekk bara vel ...var fulltrúi fyrir þrjá nemendur og tók gögn fyrir þá... ég hef ekki tekið þátt í skólasetningu í fjölda mörg ár..en það var ánægjulegt og líklega i síðasta skipti því daman líkur grunnskólagöngu í vor og þá er grunnskólakaflanum lokið hvað varða mín börn.......þá hef ég verið með börn, samfellt í 25 ár í sama grunnskólanum...Árbæjarskóla...
Þá er það hið sígilda fjölskyldan .... mamma brá sér til Danmerkur með eldri hjúkrunarfræðingum nú yfir helgina...þær eru að skoða hjúkrunarsafn í Kolling og safn Karen Blixen meðal annars... örugglega gaman hjá þeim.... það er reyndar svo mikið að gera hjá þeim og síðan hjá Þórði að það liggur við að þau nái ekki að hittast ...en þegar dagskrá beggja var skoðuð þá var laus tími eftir kl. 15.00 á sunnudeginum.... ótrúlegt hvernig hlutirnir hittist á....
Það var hjá okkur eins og virðist hafa verið í mörgum leikskólum að þau börn sem vildu og höfðu áhuga ásamt starfsfólki horfðu á Ísland sigra Spán.. það voru mikil fagnaðarlæti og klapp og ....hvatning...."Áfram Ísland" og líka var sungið ole.. ole.. ole.......ótrúlega spennandi leikur og gaman. ..
Orð dagsins: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.....en allt of margir einblýna á hurðina sem lokaðist í stað þess að sjá allar dyrnar sem opnast........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.