Rólegheit hér heima þó vindasamt sé á borgarheimilinu...
16.8.2008 | 19:11
mér hefur ekki verið sérlega rótt sem starfsmaður borgarinnar í gegnum allt þetta umrót sem gengið hafa yfir okkur síðasta árið, maður hefur upplifað óöryggi og ekki almennilega vitað hvað væri í gangi hverju sinn. En úr því sem komið er þá held ég að þetta sé eina færa leiðin að sjálfstæðismenn og framsókn myndi meirihluta, þó ég hefði heldur vilja sjá annan meirihluta. Vonandi mun þetta nú verða til friðs út kjörtímabilið svo komist á vinnufriður á öllum vígstöðvum borgarinnar. ...... En nóg um það....það er svo ótrúlegt.. dagarnir fljúga áfram og það er komin miður ágúst....... það eru 4 vikur síðan ég kom úr sumarfríi...ótrúlegt.
Við fjölskyldan þ.e. Steini, ég og Ólöf ákváðum að horfa á landsleikinn í dag .....en spennan var svo mikil að ég var farin að gera allt það sem ég gat til að horfa ekki.....setja í uppþvottvélin, fara í tölvuna, setja í þvottavél og hvað það sem til féll ....Steini fór inn í rúm lokaði öllum hurðum...kom fram fór aftur,.. inn í herbergi og lokað ....því hann þolir enn minni spennu en ég......Ólöf sat sem fastast og sá um hvatningu og fagnaðarlæti svo við vorum vel meðvituð um hvað var í gangi....fór eftir hljóðum, öskrum ,skömmum og fagnaðarlátum heimasætunnar...en mikið var ég fegin þegar leiknum lauk... ....það hefur reyndar verið skoðun dótturinnar að við foreldrarnir eigum að halda okkur fjarri sjónvarpinu þegar landsleikir eru ... ..því það sé okkur að kenna ef illa fer ....við séum of neikvæð ..í stað þess að hvetja liðið til dáða þegar á móti blæs...... kannski er eitthvað til í því.
Við erum svo bara í rólegheitum eins og okkur einum er lagið, heimasætunni var boðið í sumarbústað og kemur aftur á morgun svo það er alveg logn hér.......
Spakmæli: ... vertu þakklátur með það sem þú hefur en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.