Allt gott tekur jú enda......
11.8.2008 | 20:47
við skiluðum okkur heilu og höldnu heim í heiðardalinn á öðrum tímanum í nótt.......ferðin suður gekk vel því það var engin umferð ..... lögðum heldur ekki af stað fyrr en um átta leitið í gærkveldi..og þá voru hjólhýsi , fellihýsi og húsbílar farnir heim....... en eins og fólk veit þá voru fiskidagar á Dalvík.
Það var eins og ég vissi, við komumst ekki af stað norður á föstudaginn fyrr en um þrjú leitið .....það er svo ótrúlegt hvað ég er orðin lengi að koma mér af stað í ferðalög ....ég er alltaf með of mikinn farangur.... en þetta hafðist og við fórum sem leið lá norður...þegar við komum í Varmahlíð og héldum í átt til Akureyrar þá kom tilkynning um að umferðaslys hefði orðið í Öxnadalnum og umferð væri stopp þar....við mættum engum bíl alveg þar til við lentum í bílaröð í Öxnadal og þar vorum við í klukkutíma .......en það var rólegt yfir fólki og allir biður rólegir.....en röðin var löng.......fólkið í bílunum slapp víst alveg ótrúlega vel miðað við hvernig bílarnir litu út... en þegar komið var norður var orðið of seint að fara í fiskisúpu á Dalvík svo við héldum beint að Þverá þar sem sumarbústaðurinn var .........og það var sko ekki síðri fiskisúpa sem beið okkar........ Guðríður bjó til fiskisúpu í hana fór fiskmeti sem Þórður kom með af sjónum......humar, skötuselur og fleira sjáfarfang..... frábær súpa....nam ..nam..nam..
En það fór svo að Gulli og Bryndís bættust við á laugardeginum svo að við vorum þarna öll systkinin og makar og nokkur að börnunum sem sagt 14 manns. .....það var borðað....sofið...farið í pottinn....að Hrafnagili á handverksýningu.....gaman að því.....inn á Akureyri.....út á Dalvík og út í Ólafsfjörð ......en það var gaman að þessu það er ekki svo oft sem við erum öll systkinin saman með pabba og mömmu....
Ég setti nokkrar myndir úr ferðinni inn í albúm .....
Orð dagsins... uppspretta hamingjunnar er í hjarta þínu...ekki umhverfinu í kringum þig....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.