Þá er lífið komið í sinn rétta farveg aftur.....

því ég og eiginmaðurinn fórum aftur af stað í vinnuna í dag... og viti menn það var bara svo gott að koma aftur til starfa....Wink  það er annars ansi fátt hjá okkur...örfá börn en afskaplega notalegt samt.... það er samt mín skoðun að leikskólinn eigi að loka í heilan mánuð yfir sumartímann.....að sumarleyfin séu þannig skipulögð að það sé fyrra og seinna tímabil... annað hvert ár og þá vita allir að hverju þeir ganga langt fram í tímann... Smile með þessu fyrirkomulagi þá verða ákveðin tímamót, allir eru að fara saman í frí og koma svo óþreyttir og hressir til baka að fríi loknu... félagar eru saman og hægt er að sinna viðhaldsvinnu í lokuninni... ég hef prufað allar útfærslur af sumarleyfislokun/opnun og það sem ég tel farsælast er að loka í 4 vikur.....Smile

Ég er að fá einkenni af  "öryggiskerfisfælni" ...... það kom þannig í ljós að þegar ég fékk afhenta lyklana af sumarhúsinu á Akureyri með þeim orðum að það væri öryggiskerfi í húsinu sem ég þyrfti að aftengja þegar ég kæmi þangað...... vitið þið ....ég fékk hnút í magann og vanlíðan og ég varð eiginlega viss um að ég gæti ekki gert þetta ....ég fékk kvíðakast..Errm  og ótrúlegt en satt þegar ég opnaði húsið og sló inn tölurnar á kerfinu .....þá gerði ég það vitlaust.... og kerfið argaði á mig...Crying og klukkan var um miðnætti....mikið skelfing varð ég miður mín....mér tókst svo að slökkva á kerfinu og ég setti það ekki á aftur á meðan ég dvaldi þarna......ég hafði slegið inn tölurnar í leikskólanum hjá mér..Halo  en það var svo skrítið að nú í lok dags þurfti ég að slá inn tölurnar í leikskólanum og mér leið bara verulega illa yfir því, var viss um að nú færi allt að öskra......ég verð Líklega að gera eitthvað í þessu Smile

Við Ólöf skruppum upp í Borarfjörð til að kíkja á útilegufólkið í Fossatúni.. það voru nokkrir úr fjölskyldunni í útilegu... við lögðum af stað  um kl. 12.00 en þegar við komum í Fossatún þá var farið að hvessa og það var spáð rigningu svo við misstum af hluta að fólkinu því það var bara búið að pakka  sama og farið...Pouty en Hafliði og Gugga voru þarna enn í fína hjólhýsinu sínu svo við settumst upp hjá þeim í kaffi og hugguleg heitum og Ólöf fór með Eyþóri og Ólöfu Þórunni út að leika og athuga með krækiber í móunum...þannig að þrátt fyrir að við hittum ekki alla sem til stóð að kíkja á þá áttum við bara alveg ágætis dag og komum heim um kl 17.00 ...Cool

Verið góð hvert við annað....Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband