Þá fer að líða að lokum þessa ágæta sumarleyfis.....
17.7.2008 | 17:52
Við komum heim aðfararnótt miðvikudagsins...það var gott að koma heim...það er alltaf gott að koma heim hversu gaman sem það hefur verið að fara í burtu um tíma.... Við byrjuðum á að fara á Kirkjubæjarklaustur á leið okkar norður á Akureyri... en þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá pabba og mömmu í sumarbústað.. Steini náðið að vinda aðeins ofan af sér þessa 3 daga sem við vorum þar... Við gerðum nú ekki mikið.... fórum í sund og keyrðum aðeins um nánasta umhverfi ....kíktum heim að Núpsstað... en að öðru leiti hvíldum við okkur....
Við héldum af stað norður á Akureyri á föstudeginum 4.júlí... og komum við á landsmóti hestamanna á Hellu .. við hittum Guggu og Hafliða bróður en þau voru með fjölskylduna þar ásamt öðrum vinum.... Þegar þarna var komið þá ákváðum við að fara norður Kjöl ..... við ókum í ágætu veðri af stað en þegar norður var komið þá keyrðum við í þoku og rigningu niður í Húnavatnssýslu... og sáum því lítið að af Auðkúluheiði og stíflusvæði Blönduvirkjunar.... .. við vorum nú ekkert að erfa það.... því við vorum komin í frí til að hvíla okkur ekkert endilega til að skoða alla skapaða hlutir.. við gerum það bara seinna . Það voru þreyttir ferðalangar sem komu á Akureyrir um miðnætti eftir 11 tíma ferðalag. Við vorum búin að fá sumarbústað í Kjarnaskógi og þar héldum við okkur svo næstu vikuna...... og það má segja að við vorum í alveg fullkomnu fríi... því það var ekkert planlagt og tilviljanir og hugdettur látnar ráða ferðinni.. Þó veðurfar hafi verið nokkuð markerað af skýjum og þoku þá kom sól inn á milli og okkur tókst allavega að brenna aðeins... því pallurinn umhverfis bústaðinn var alveg frábær og við tölum nú ekki um pottinn sem var óspart notaður.....
Við hittum ættingja, fórum inn Eyjafjörð..alveg inní botn og skoðuðum sveitina, fórum á sjóstöng á Dalvík ..sem var alveg óskaplega gaman.. síðan var aðeins kíkt í bæinn en að öðru leiti vorum við bara í rólegheitum og lásum eða gerðum það sem okkur langaði til.. Már vinur okkar kom og dvaldi hjá okkur í tvo daga og Sigrún dóttir Adda og Kristjönu var með okkur í 4 daga.
Að lokinni dvöl í Kjarnaskógi héldum við í Laxárvirkjun en þar vorum við í góðu yfirlæti hjá Adda og Kristjönu yfir helgina 11-14 júlí. Það var sama sagan þar, við bara sváfum fram að hádegi og síðan var bara verið að væflast um í rólegheitum... Gulli bróðir og Bryndís komu við og heilsuðu upp á okkur en þau voru í ferð með húsbílafélaginu á þessum slóðum. Við kíktum líka aðeins niður á Húsavík.
Þegar við héldum af stað suður þá var ákveðið að fara í gegnum Ólafsfjörð og heilsa upp á Jón bróður Steina, en hann ætlaði að vera komin í Hólkot á mánudeginum 14.júlí en þegar við komum þangað þá var enginn Jón honum hafði seinkað... og yrði því ekki í firðinum fyrr en um miðnætti... Á leið okkar um bæinn þá hittum við Ásgeir frænda Steina og hann bauð okkur heim í mat. Við athuguðum með gistingu í bænum.. og fengum eitt af bjálkahúsum hótelsins... það var alveg frábært, allt til als og heitur pottur. Ólöf komst aftur í feitt.... hún fékk að upplifa að veiða á bryggjunni og það var bara mokafli af ýsu alveg eins og á sjóstönginni á Dalvík. Við ætluðum varla að ná henni af bryggjunni þetta var svo gaman og veðrið var líka svo fallegt.. blanka logn og miðnætursól.
En við héldum heim á þriðjudagskvöldið eftir að hafa borðað hjá Nonna mág í Hólkoti...þá var kl. um 22.00 og við keyrðum í gegnum Fljót og yfir Þverárfjall á leiðinni suður. Eftir því sem vestar dró þá birti yfir og var fjallasýn á leiðinni alveg óskaplega falleg, það var lítil umferð og því frábært að ferðast á þessum tíma. Við vorum komin heim um kl. 02.30 um nóttina og voru við orðin nokkuð slæpt eftir ferðina og sofnuðum fljótt. Það var því gott að koma heim og eiga þessa nokkru daga eftir af fríinu og nota þá bara í rólegheit... ég verð þó að segja að ég hefði ekkert á móti því að eiga eftir aðeins lengra frí núna.... en ég tek bara restina seinna í vetur...... ég ætla að setja inn fleiri myndi í albúmið var að reyna að setja nokkrar inn í pistilinn en það gekk ekki nógu vel.
Gaman að vera komin aftur, njótið lífsins
Athugasemdir
Velkomin heim aftur! Þetta hefur greinilega verið viðburðaríkt sumar hjá ykkur og skemmtilegt. Það hefði nú ekki veitt af að hafa það lengra, því að þegar maður er búin að vera að spana um allt þarf líka að eiga góðan tíma heima í að gera ekki neitt, ekki satt. Það verður samt frekar rólegt hjá þér fyrstu vikuna svo að það verður hæg aðlögun.
Sumarkveðja frá Hildigunni sem er að fara í SUMARFRÍ eftir nokkrar klukkustundir
Hildigunnur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.