Það ætlar að ganga erfiðlega að koma sér af stað í frí....

þetta er alveg ótrúlegt að þegar loks er búið að ákveða að fara í sumarfrí og ákveða dagsetningu með löngum fyrirvara... þá virðist eins og flóðgátt í verkefnum opnist í vinnunni hjá Steina..... það ætti að skrá hann í frí oftar til að viðhalda verkefnum......Tounge nú höfum við dólað okkur heima yfir helgina því það þarf að gera tilboð sem er áríðandi að gangi í gegn í dag..svo ekki förum við af stað fyrr en í fyrstalagi í fyrramálið .....Woundering Við ætlum að fara austur að Klaustri og hitta þar mömmu og pabba í bústað....Þórður fékk bústaðinn en getur ekki nýtt hann allan tíman svo við ætlum að fara austur fyrir á leið okkar á Akureyri og gista þar á leiðinni...... en við erum svo með bústað í Kjarnaskógi í næstu viku Cool 

Veðurspáin er nú ekki neitt sérstök..... en það er víst ekki við allt ráðið og er stefnan  aðallega tekin á að hvíla sig.  Joyful 

Helgin hefur verið með eindæmum róleg og má segja að við höfum verið að væflast fyrir hvort öðru að mestu leiti.....þó tókum við okkur til og hittum aðeins á fólk.... kíktum til Gulla og Bryndísar á laugardagskvöldið og í gærkveldi kíktum við á Marit og Sigga .....sem við höfum ekki séð síðan í desember.... og svo var heilsað upp á Hreiðar og Trine og þar sáum við hinn frækna sigur Spánverja...Smile að öðru leiti var bara ekkert gert.

Njótið dagsins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband