Annasamri viku lokið....

þá er maður nú búin að kveðja litla drenginn og hann farinn aftur til Danmerkur.   Strákarnir áttu annríkt við að skoða helstu ferðamannastaði svo og sundlaugar og búðir....Danirnir Filipp og Tobías voru afskaplega hrifnir af birtunni á nóttunni, ómældu heitu vatni, sundaugunum, köldu vatni, lambakjöti, Gullfossi, Geysi og bara öllu sem þeir upplifðu á þessum 5 dögum........við hjónin vorum að ræða það að við hefðum sjaldan fengið eins þægilega gesti í svo langan tíma til okkar...þeir bara duttu inn í munstrið eins og þeir væru okkar synir...... þar sem þeir eru miklir aðdáendur Sigurrósar og Bjarkar fannst þeim súrt að fara áður en tónleikarnir yrðu...... en vitneskjan um þá lá ekki fyrir þegar þeir keyptu farið til Íslands......  Að sjálfsögðu var öllum boðið í pönnukökur til mömmu og pabba hvað annað ....og strákarnir tóku vel til matar síns þar... mamma spreytti sig á dönskunni og Filipp hafði á orði að þar sem hann ætti ekki ömmur eða afa ...hvort þau gætu bara ekki verið afi hans og amma líka.........

Ólöf fékk að fara norður í Laxárvirkjun til frænkna sinna og vera þar, þar til við komum norður 4 júlí..hún fór með flugi og var ekki laust við að smá kvíði væri fyrir ferðinni ........og þar held ég aðal orsökin hafi verið  að fara frá pabba og mömmu ........s.s naflastrengurinn frekar stuttur...... en það hristist af henni og er  hún í góðu yfirlæti í Aðaldalnum þó þar sé nú ansi kalt og lítið sem bendir til að það sé sumar.......í augnablikinu.

Það er ekki laust við að við hjónin vitum varla hvað við eigum að gera af okkur, við kunnum ekki að vera ein..... höfum alla okkar tíð verið með börn á heimilinu...og þó Ólöf sé nú orðið bara ein þá er hún á við nokkra.........því það er ansi mikið um að vera í kringum hana og við vitum vel af henni á heimilinu.......þannig að við þurfum að æfa okkur að vera án hennar og allra hinna stundum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband