Jæja þá kom að því.........
23.6.2008 | 13:37
ég veit ekki hvað ég á af mér að gera......... Ég hef staðið á haus við að gera heimilið klárt fyrir heimkomu yngsta sonarins og vini hans... og viti menn ég er bara búin að gera allt hér heima í bili og meira segja þvoði ég stofugluggann að utan svo allt væri nú ....spik og span... og nú sitjum við mæðgur hér heima og veltum fyrir okkur hvað við getum gert af okkur......ég er nefnilega byrjuð í sumarfríi.... ....og ég held ég kunni það ekki...ég er alltaf með eitthvað samvikubit yfir að vera ...bara .....heima á virkum degi!!! ég þarf að venja mig af þessum fjanda.
Þórður kom heim um miðnætti í gær og komu sem sagt tveir vinir hans með honum þeir Topias og Filipp. Það var farið nokkuð seint að sofa en fólk fór á fætur um kl. 11.00 og ekki verið að hangsa neitt því um hádegið var lagt af stað í ... Gullna hringinn.... en eins og ég hef nefnt áður hefur gripið sig óhemju ættjarðarást hjá Þórði og verður kappkostað við að sýna vinunum sem mest af Íslandi þessa 5 daga sem þeir stoppa... Þar sem bíllinn okkar tekur bara 5 þá fór Steini með í ferðina sem sérlegur bílstjóri og leiðsögumaður....en við mæðgur sitjum heima að þessu sinni.....við erum að spá í að fá okkur göngutúr niður í Elliðaárdal og uppá Fylkisvöll og sækja bílinn til Nonna og gera okkur svo einhvern dagamun í góða veðrinu...
Njótið dagsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.