Ég var að sniglast inni á You Tube .......

og þar sem mér er nú málið svolítið skilt Halo þá var ég að skoða hvað væri þar inni tengt Latabæ og það er alveg óhemja af myndböndum með lögunum úr Latabæ á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum. Þar á meðal er íslenska útfærslan og þar sem ég hef nú verið að fylgjast með þessum þáttum  úr návígi Tounge þá á ég mér uppáhalds lag úr þáttaröðinni og mér finnst það flott . Ég set það hér ef vera skildi að þið þekktuð ekki Latabæ  ha ha ha ha.........  Ólöf Kristín var ekki nema 12 ára þegar hún söng þetta og boðskapurinn í laginu lýsir henni vel.

Smá montin af stelpunni ........Joyful   Nú fer að styttast í að Þórður og Danirnir komi... þeir lenda á sunnudagskvöld og síðan er búið að skipuleggja alla næstu viku, hvað eigi að sýna þeim, s.s Gullfoss og Geysi, Bláa lónið, Sögusafnið, Landnámssafnið og síðan er eitthvað fleira sem ætlunin er að gera....... ég er hrædd um að tíminn endist ekki í að sjá allt sem Þórð langar að sýna vinunum frá Danmörku .........það er gaman að fylgjast með þessari nýju ættjarðarást Grin  líkleg gerir fjarlægðin mennina mikla og fjöllin blá ....LoL

Nú er bara eftir að vinna föstudaginn og svo er maður komin í langþráð sumarfrí.......Cool  í mánuð.

Verið góð við hvert annað, kveð að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Ohhh ég hef alltaf dáðst að þessari fallegu söngrödd - svo hrein og tær en hér á mínu heimili er Latibær í heiðurssessi enda 4 ára gutti sem er óþreytandi aðdáandi. Gaman að þú skulir eiga svona flotta stelpu.......

kv. Helga

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband