Halló......
15.5.2008 | 23:14
bara aðeins að láta vita af mér ...ég sé að það eru einhverjir að kíkja inn ....svo það er best ég láti aðeins vita af mér. Þessi vika hefur einhvernvegin liðið hægt þó að hún sé ekki nema 4 vinnudagar.... ég held að það hafi verið þriðjudeginum að kenna .....alltaf að kenna öðrum um...he.he.... hann fór eitthvað vitlaust í mig og það var allt á afturfótunum þann daginn og það hefur síðan gengið á ýmsu í vinnunni þannig að maður hefur verið alveg úrvinda í lok hvers dags. ..... ég sofnaði þegar ég kom heim í dag og svaf af mér tiltekt í lóðinni og hafði mig ekki af stað til að heilsa upp á hana Öggu vinkonum mína sem átti afmæli í dag En við ælum að hittast í góðu tómi síðar.....
En ég hef ekki sagt ykkur frá því að bíllinn minn fíni Ford Mondeoin... gaf upp öndina fyrir tveim vikum það kom í ljós að sjálfskiptingin var ónýt og það er bara hálfrar miljóna krónu dæmi ... ég er búin að keyra hann um 3500-4000 km á þessum 7 mánuðum sem ég hef átt hann og hann er ekki nema 5 ára gamall... en við eigum eftir að sjá hvað hægt verður að gera og hvað umboðið vill gera fyrir okkur.......... ég er ekki farin að örvænta enn ...... en við það að vera bíllaus .... er ég farin að ganga í vinnuna og viti menn foreldrar í leikskólanum hafa spurt mig að því hvort ég sé í heilsu átaki...... því þeir sjá mig koma gangandi í vinnuna á morgnanna .... en þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf á bíl... ég meira segja hugsa og tek ákvarðanir út frá því að ég sé á bíl......... mér finnst ég ótrúlega lengi að aðlagast því að ég sé ekki á bíl.... því ég veit ekki fyrr en ég hef gert ráðstafanir og gert ráð fyrir að bíllinn standi úti.
Það er gaman að sjá hvað gróðurinn er að taka vel við sér og sumarið að skella á ... eitt verð ég þó að segja að mér finnst ótrúlega mikið að býflugum þessum.. gulu stóru röndóttu...það er ógrinni af þeim fljúgandi fyrir utan glugga hjá mér á þriðju hæð... og náttúrlega villast þær inn .. ég held að ég hafi veitt einar 7 í gær og sett út ... ég get ekki drepið þær heldur læt þær út
Þórður sagði mér í kvöld að brunasárin væru farin að gróa en hann hafi ekki getað spilað því það tæki í sárin í lófanum einnig fór að blæða úr handleggnum því umbúðirnar eru á einhverju flakki en að öðru leiti lét hann vel af sér. Þau keyptu sér borð og 4 stóla og voru mikið glöð með þau kaup...
Við sjáum lítið af hinum ástfangna Palla en fréttum að því að hann hafi verið í Freysnesi að setja upp dælur nú í vikunni.
Nonni er á fullu að ljúka kennslu nú í maí og síðan eru allir flokkarnir sem hann er að þjálfa komnir í einhver mót svo við sjáum lítið af honum ...hann er að þjálfa 7 flokk. 5 flokk . og nú á dögunum gerðist hann aðstoðarmaður hjá 2. flokk þannig að hann mun hafa nóg að gera og nánast búa á Fylkisvellinum í sumar.
Síðan er það Ólöf Kristín hún er að byrja í prófum... það er komin sumarpása í öllu sem hún hefur verið að fást við í vetur... Tónskólanum, handboltanum, þjóðleikhúsinu .. en nú fer hún aðeins örar í talsetninguna búin að talsetja 4 Latabæi og síðan áframhald á ameríska drekanum. Hún verður líkleg á einhverjum rólegum nótum í sumar..veitir víst ekki af eftir erilsaman vetur.
Úr því ég hef farið yfir stöðu allra barnanna þá má ég víst ekki gleyma eiginmanninum....hann hefur tekið sig til við að synda annan hvern dag og er byrjaður að fara eftir æfingaprógrammi sem Nonni útbjó fyrir hann ....það lofar góðu.... og bara svona í framhjáhlaupi þá er ég farin að hjóla á þrekhjóli hér heima ..... mér finnst það nú ekki sérlega skemmtilegt en það hefur góð áhrif....
En þarna er það þá komið ég hafði ekkert að segja þegar ég settist niður en þetta nálgast nú munnræpu.....
Farið vel með ykkur og góða nót
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.