Fréttir sem draga mann bara niður... en samt þarf maður alltaf....
12.5.2008 | 22:53
að athuga hvað er í fréttum ...þegar ég opnaði tölvuna í morgun og las á mbl.is frétt að miklum jarðskjálfta í Kína fékk ég sting í hjartað..... vesalings fólkið á þessu svæði... í Burma hrinur fólk niður eftir náttúruhamfarir, vegna aðgerðarleysis eigin fólks (yfirvalda ) sem er tilbúið að fórna sinni eigin þjóð vegna einhvers sem engin skilur.. svo hingað heim ökumenn teknir undir áhrifum fíkniefna út um allt land..... hvað er að gerast hér .... ég fer að halda að umferðin á Íslandi sé eins og rússnesk rúlletta..... maður telur sig vera nokkuð góðan og öruggann bílstjóra en....þú getur ekki treyst neinum í umferðinni kringum þig.... þetta finnst mér vera ógnvænlegt. Ég hef ósjálfrátt farið að hugsa... þegar ég heyri af umferðarslysum... hvar ætli strákarnir mínir séu á ferð núna?
Ég fann síðu sem er með yfirlit yfir alla stæri jarðskjálfta í heiminum alla yfir 4 á ricter, ég hef farið nokkrum sinnum inn á þessa síðu og hún er fróðleg :
http://tsunami.geo.ed.ac.uk/local-bin/quakes/mapscript/home.pl
En nóg um svona depurð. Þessi helgi hefur verið alveg eins og hún á að vera... alger rólegheit og ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut, varla klætt mig ...jú sett í þvottavél og gripið í ryksugu en þá er það upptalið og mér líður bara nokkuð vel með þetta. Aðrir á heimilinu hafa haft aðeins meira fyrir stafni ...s.s Steini fór í sund og Ólöf "hæ bæ" hefur sinnt vinum.. Vinkona hennar var hjá okkur í þrjár nætur því foreldrar hennar voru úti. Jú ekki má gleyma að Bergþóra og Jói buðu okkur í hádegismat í dag og sátum við þar fram eftir degi, það er langt síðan ég hef verið boðin í hádegismat takk fyrir okkur.
Í síðustu færslu sagði ég ykkur frá brunaslysi sem Agnar lendir í en það er eins og aldrei sé ein báran stök ...því Þórður minn hringdi heim á laugardaginn og lét mig vita af því að hann væri á bráðavaktinni í Kaupmannahöfn og þyrfti að vita hvort hann hefði verið sprautaður fyrir stífkrampa??? ég hváði .... og hann sagðist hafa brennt sig .... ótrúleg... og hvernig þá..jú hann hafði brennt sig við að fara með höndina inn i bakaraofn ... hann var að ná í brauðbollu sem hafði dottið einhvernvegin uppfyrir í ofninum!!! og bæði brennt sig í lófa og rekist með framhandlegg utan í og við þetta hlotið annarstigs bruna.......ég segi bara gott að ekki fór verr....... og það er alveg áreiðanlegt að slysin gera ekki boð á undan sér....
Farið varlega því það er víst aldrei of varlega farið í henni veröld....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.