Þá er maður komin heim og lífið farið að ganga sinn vana gang.....

Það var ánægður en þreyttur hópur leikskólakvenna sem lenti í Keflavík á sunnudagskvöldið síðasta....Grin  eftir vel heppnaða ferð til Skotlands.   Við dvöldum í Glasgow og skoðuðum leikskóla þar  en fórum síðan einn dag til Edinborgar og skoðuðum leikskóla og fórum á námskeið í Story Telling centre... það var bara frábært.....  í lok dagsins skruppum við aðeins og kíktum nokkrar á Edinborgarkastala.  Við fengum ágætis veður þó útlit hafi verið fyrir rigningu en við sluppum að mestu við hana..... Cool Við sáum vorið koma í Skotlandi því gróður grænkaði og tré sprungu út rétt á meðan við stoppuðum þessa 4 daga.  Að sjálfsögðu voru verslanir kannaðar og var margt til í búðunum sem vakti áhuga.... en við Árborgargellur vorum bara spakar í innkaupum því við vorum ekki með neina yfirvigt á farangri eins og reyndin var hjá kollekum okkar sem einnig voru í náms og kynnisferð í Skotlandi. .... það varð dálítið stress í gangi... en við sluppum.

skotland 2008 127     

Það hefur verið nóg að gera síðan við komum heim og framundan er opið hús á laugardag, svo ekki er hægt að slá slöku við þangað til alla vega... Halo 

Á meðan ég var í Skotlandi fór Steini vestur í jarðarför Bjössa frænda,  svo við fengum Nonna til að vera hér heima hjá Ólöfu því hún var að ljúka keppninni í Islandmótinu í handbolta og að sjálfsögðu unnu þær Íslandsmeistaratitillinn og voru vel að honum komnar... hafa ekki tapað einum einasta leik í vetur...  Tounge

Við skruppum  aðeins og kíktum  á húsið hjá Þyri og Kalla í dag því ég hafði aldrei sé það. Þetta verðu örugglega mjög flott hjá þeim þegar þessu verður lokið en það eru nú nokkur handtökin eftir hjá þeim Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar kellur í Edinborg hehehe ;)

Sigrún :) (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband