Ég ætla ekki að verða leikskólastjóri......

sagði einn lítill skjólstæðingur við mig um daginn.... ég var að skera epli fyrir hann  og við vorum orðin fámenn í lok dags, svo við vorum að rabba saman og fá okkur epli....núú sagði ég... af hverju viltu ekki verða leikskólastjóri.....þá svaraði hann .... ég kann ekki að skera epli....og hann ætlaði ekki að verða læknir... því hann kunni ekki að lækna fólk... en hvað ætlar þú að verða þegar þú verðu stór? .. spurði ég... hann hugsaði sig um og sagði svo ...allt annað... kannski pizza bakari.  Þessi skjólstæðingur var líka búin að ræða þessi mál við mömmu sína ...en þá hafði hann áhyggjur af því að ef hann yrði leikskólastjóri þá hefði hann ekkert hólf. Smile  Börnin eru alltaf svo hrein og bein og segja það sem þeim finnst. það eru nefnilega forréttindi að fá að umgangast börn daglega í vinnunni.  

Það er alltaf nóg að gera í vinnunni, við erum á fullu með foreldraviðtöl og það er komin vorfiðringur í fólkið, löngun í útiveru og gönguferðir.... svo náttúrulega löngun til að fara að taka til og þrífa utandyra eftir veturinn.  Það magnast upp spenna vegna Skotlandsferðar  og tíminn flýgur áfram.

Lífið hefur gengið sinn vana gang hjá fjölskyldunni... það komu allir í mat á sunnudaginn og Erna frænka, Anna Linda og Erna Þurý..... sem blandar orðið nokkrum tungumálum  saman og svo sorterar maður bara úr..... komu líka og var bara mikið stuð yfir matarborðum og mikið spjallað. 

Þórður sagði mér frá því að hann ætli að koma heim í tvær vikur í júní og líkleg kæmi vinur hans hann Tóbías og stoppaði í 4-5 daga líka, það verður bara gaman að því.   Isabel kemur líkleg ekki með honum núna,  hún hefur tekið stefnuna á Kúbu með vinkonu sinni, ferð sem þær hafa ætlað að fara í 2 ár til að læra að dansa kúbanskt salsa...hún er mikið áhugamanneskja um dans og hefur verið að læra og æfa dans með skólanum í vetur. 

Nú fer handboltanum að ljúka hjá Ólöfu og eru þær að keppa nú í kvöld við HK og eru þá bara tveir leikir eftir á þessum vetri.... það er nánast formsatriði að spila þessa leiki því þær eru efstar í riðlinum og hafa ekki tapa neinum leik í vetur... ég er einmitt að hoppa út til að  horfa á leikinn... ótrúlegt að ég skuli leggja þetta á mig .... því handbolti hefur ekki verið mitt uppáhald.

kveð að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband