Það er nú meiri bloggarinn sem ekki sendir frá sér línu í marga daga.....

en það er nú þannig að stundum finnst mér ég ekki hafa mikið að segja frá...  kanski er það bara vitleysa og maður á bara að byrja og láta svo fljóta .......og sjá hver útkoman verður..  ég ætla að gera það í dag. 

Þegar ég kom í vinnuna á föstudagsmorguninn..kom ekki fyrr en um kl. 11.oo því ég hafði verið með svo svakalegan höfuðverk Crying þegar ég vaknað að ég tók verkjalyf og lét þetta líða hjá, en nóg um það... þegar ég semsagt kom í vinnuna þá var mikil gleði ríkjandi yfir því að það hefði verið komið með nýbakaðar pönnukökur í kaffitímann um morguninn (kl. 9.00)....Grinkollegarnir höfðu aldrei smakkað aðrar eins dýrðar pönnukökur... sem þær náttúrulega eru... og ég hefði mist af herlegheitunum... aðeins nokkrar eftir og þær ekki heitar lengur.  Þarna hafði hann pabbi minn tekið sig til fyrir allar aldir og bakað pönnukökur og fært starfsfólkinu í leikskólanum mínum.  Þetta hafði komið til tals milli okkar feðginanna að gaman væri ef hann gæti gert þetta fyrir mig svona einhvertímann við tækifæri en þarna var honum rétt lýst að drífa þetta af og færa okkur þetta í morgunkaffið.  Smile

Talandi um pönnukökur þá hafa pabbi og mamma komið því á, að yfir vetramánuðina þá er opið hús hjá þeim.  Pabbi bakar pönnukökur eins og þarf, geta verið úr 1-3 uppskriftum allt eftir því hvað margir koma. Halo  Þetta gerir það að verkum að fjölskyldan hittist reglulega og tengslin við börn, barnabörn og tengdabörn verða sterkari. Þar sem þetta hefur spurst út um stórfjölskylduna og til  vina þá er alltaf vona á að hitta á ættingja og vini  sem  annars hittust  ekki nema við ættarmót og jarðarfarir.  Laugardagar eru semsagt fjölskyldudagar í stórfjölskyldu minni. Smile

Annars er þetta með pönnukökurnar alveg sérstakt því pabbi er eldfljótur að baka og lýsingarnar hjá kollegunum á föstudaginn var, voru á þessa leið....  þær eru svo fallegar á litin...fallegar í laginu... þunnar og ofboðslega góðarInLove  Pönnukökupannan hans pabba er búin að fara víða... hún fer með til Kanarí á hverju ári... hún hefur farið með í flestar þær utanlands ferðir sem foreldrar  mínir hafa farið í .... þar sem þau hafa dvalið um tíma og þar sem fjölskyldan hefur verið með í för..Wink.. bara gaman að þessu.

Helgin hefur verið fín. Eftir pönnukökurnar hjá pabba og mömmu var haldið í afmæli hjá Ólöfu Þórunni daman varð 8 ára og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir þar.  Í dag var svo ákveðið að sofa út og hafa það notalegt það lá ekkert fyrir að við héldum, búið að fresta handboltaleik við Gróttu til 13. apríl, engin leiksýning hjá Ólöfu því hún vara að leika síðustu sýningu fyrir páska.  En það var nú ekki alveg svona rólegt því kl. 13.35 var hringt frá þjóðleikhúsinu og spurt hvort Ólöf vær i ekki að koma, ætti að sýna í dag...... Gasp  það varð uppi fótur og fit því sýningin átti að byrja kl 14 og við uppi í Árbæ!!!!!!!!   Við hentumst af stað og vorum komin niður í leikhús kl. 13.48 og þvílíkt stress og panik að ná í tæka tíð búningurinn var til og allt gert klárt svo þetta tókst en naumt var það. Smile Einhver misskilningur olli því að upplýsingar um breytt fyrirkomulag komst ekki til allra en það bjargaðist en þetta þýðir að Ólöf á ekki að sýna um næstu helgi eins og við gerðum ráð fyrir heldur þarnæstu helgiJoyful

Hér látum við staðar numið í kvöld, góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband