Alltaf er nú gott að koma heim....
24.3.2008 | 20:24
þó helgin sé búin að vera yndisleg. Við hjónin og unglingurinn okkar fórum í sumarbústað yfir páskahelgina. Við fórum á Laugarvatn og dvöldum þar í bústað sem félag vélstjóra og málmtæknimanna eiga. Við vorum með nóg pláss, hefðum getað verið öll fjölskyldan, en við nutum þess að vara bara þrjú. Það sem vakti undrun okkar hjóna var hvað dóttirin var ánægð með að vera bara ein með okkur foreldrunum, hún sem er á þeytingi út um allt og vinirnir skipta hana öllu máli þessi misserin. Hún var svo ánægð með að geta druslast um á náttfötum, sofið fram eftir, spilað, horft á sjónvarpið (þó aðeins væru 2 stöðvar) og svo bara gera ekki neitt. Í raun erum við foreldrarnir afskaplega ánægðir með þessa ferð, að unglingurinn okkar skuli enn geta notið þess að vara bara í rólegheitum með okkur.
En það var svo skrítið að við vorum bara hálfnuð heim þegar fyrstu hringingar byrjuðu og farið var að plana hvernig verja ætti kvöldinu og næstu kvöldum
Athugasemdir
Já þetta segir okkur bara hversu gott allir hafa af því að slaka á í rólegu umhverfi, líka unglingarnir okkar. Það er svo mikill hraði á okkur öllum í þjóðfélaginu að það er algjör andleg næring að fara svona í annað umhverfi. Bætir, hressir og kætir :) kv, Sigrún
Sigrún Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.