Ég er hugsi yfir ......

málaferlunum á Seltjarnarnesi... þar sem kennari vann mál við móður barns með asparger heilkenni. Þetta er sorglegt mál og mér finnst hreint með ólíkindum að bærinn/sveitafélagið skuli ekki vera með tryggingar sem einmitt mæta svona málum þ.e. t.d. þegar kennari verður fyrir skaða af völdum nemanda.  Þetta á við um fleiri störf þar sem viðfangsefnið er manneskjan í öllum sínum breytileika.

Skólinn er fyrir alla, skóli án aðgreiningar, sem þýðir að skólinn á að vera  í stakk búin til að mæta öllum einstaklingum hvort heldur um líkamlega eða andlega fötlun er að ræða eða geðræn vandamál.  En hvar stendur kennari í þessu öllu saman, það er vitað að það skortir bæði fé og mannskap  inn í skólakerfið til að mæta þeim einstaklingum sem þurfa mikla aðstoð. 

Því segi ég að starfsmenn eiga að vera tryggðir, og það á að vera tryggingarfélag sveitarfélags sem ber kostnaðinn þegar svona mál koma upp. Það vita flestir sem eitthvað vinna með börnum að börn með  þessa  eða aðrar geðrænar raskanir geta verið óútreiknanleg og stjórna ekki gjörðum sínum, fyrir svo utan að hvert og eitt barn er einstakt.  Því er ekki hægt að setja alla undir einn hatt.  Það er mikið lagt á foreldra barns sem greinst hefur með geðraskanir og þurfa að  kljást  við þá staðreynd alla daga, þó það eigi ekki von á málshöfðun ef barnið verður svo ólánsamt að valda manneskju líkamstjóni, vegna stjórnlausrar hegðunar. Því segi ég aftur skólinn /sveitafélagið á að tryggja öryggi starfsmanna.

Leikskólinn er einnig undir þessum sama hatti að ef starfmaður leikskóla verður fyrir t.d eignartjóni af völdum barns þarf viðkomandi starfsmaður að gera kröfur í foreldri eða að ef sveitafélagið (borgin) á að greiða tjónið þarf að játa vanrækslu í starfi til að bætur náist fram.  Þetta þýðir að frekar ber starfamaður skaðann sjálfur heldur en að fara þessar leiðir.  En þá kem ég aftur að tryggingum starfmanna í skólum  og hvar þeir standa ef þeir verða fyrir tjóni í starfi.

 Það er ekki í grunnmenntun kennara/leikskólakennara að vinna með andlega og líkamlega fötlun. við erum með innsýn og vitum af ýmsu  en við höfum ekki fengið menntun eða þjálfun  til að takast á við allan þann breytileika sem okkur  er ætlað að  mæta í starfi. 

Eftir hátt í 30 ára starf í leikskóla þar sem ég hef kynnst ýmsum gerðum andlegrar og líkamlegrar fötlunar þá set ég spurningamerki við skóla án aðgreiningar.   Ég geri það í ljósi þess að mér finnst stundum eins og þetta sé spurningin  um rétt foreldra en ekki barnsins.  Ég vísa þá í að skólinn þarf mannafla með menntun til að takast á við þá fötlun sem er til staðar hjá barni, húsakynni og aðstöðu í skólum og leikskólum til að mæta þeirri þjónustu og þjálfun sem barnið á rétt á samkvæmt lögum.  Það dugar ekki alltaf að vísa í að einhver eigi rétt á þessu og hinu það þarf bæði peninga og mannskap til að uppfylla réttinn, og meðan þetta vantar þá er skóli án aðgreiningar, orðin ein  og klór í bakkann.

Í þessu máli sem að ofan er vitnað í spyr ég, hvar stæði kennarinn ef foreldri barnsins hefði ekki verið með tryggingu?????? það er ekki sjálfgefið að allir séu með tryggingu.

Þetta eru mínar vangaveltur og ég ýja að ýmsu en aðgát skal höfð í nærveru sálar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi dómur er bara skandall, erum farin að taka upp ameríska drauminn í dómsmálum,í það minnsta skaðabótar málum

Gleymi seint hundaskítsmálinu í Færeyjum,en þar rann kona í skít frá heimilishundinum og hlaut varanlegan skaða af í það minnsta á sálinni, hefði ekki verið til skaða hjá henni að líta niður fyrir lappirnar á sér, stödd á sveitabæ

Bryndís (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband