Hvíldar helgi ...
9.3.2008 | 21:55
allar helgar hjá okkur eru orðnar hvíldarhelgar... við sofum út ef við mögulega getum og erum bara að druslast um... förum ekkert endilega út nema við þurfum þess nauðsynleg t.d skutla heimasætunni, versla og svoleiðis. Þetta er bara gott við náum að hlaða batteríin fyrir komandi viku.
En framhald síðan í gær. Heimasætan keppti eins og fyrr segir í söngvakeppni samfés. Þær vinkonurnar voru ánægðar með þátttökuna þó ekki hafi þær komist í verðlaunasæti.. segjast vera reynslunni ríkari og viti hvað gera skuli næsta ár . að lokinni keppni var brunað upp í Fjölnishús til að keppa í handbolta ....með millilendingu í subway... þær komu í tíma og spiluðu ágætan leik á móti Fjölnisstelpunum og unnu leikinn 22-11 bara gott mál...þær eru taplausar eftir 13 leiki...4 leikir eru framundan næstu 6 daga...sem sagt nóg að gera.
Strákarnir komu í mat í kvöld og var bara gott að fá þá í heimsókn, tilefnið var nú að heimasætan átti afmæli á föstudaginn var og réði hún matnum. Ég fékk þó að hafa sm...á áhrif.... því tillaga hennar var að hafa slátur ....! í matinn á sunnudegi og sem afmælismat... en ég lofaði að hafa slátur í matinn fljótlega.
Ég heyrði í mömmu og pabba í kvöld það er alltaf sama hamingjan á Kanarí og allir hressir og glaðir en nú fer þetta að styttast og aðeins rúm vika þar til þau koma heim. Það verður nú gott að fá þau heim svo maður geti nú farið að droppa við hjá þeim í Funalindina. Ekki verður verra þegar laugardags pönnukökurnar byrja aftur og fjölskylda og vinir hittast á ný.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.