Smá spenna og fiðringur í maganum......

það er nú svo að maður verður svolítið meðvirkur með börnunum sínum þegar þau taka þátt í keppnum  Blush.... og sjálfsagt ekki óeðlileg... maður vill náttúrulega að allt gangi upp... og svo er nú markmiðið að vinna...  Tounge  En það er nú þannig að ekki geta allri unnið... svo maður gerir sitt allra besta. 

 En ég er að hlusta á samfés keppnina á rás 2 og ég verð að segja að það verður erfitt fyrir dómara að velja besta atriðið ...það er frábært að heyra í öllum þessum krökkum og hvert atriði af öðru er frábært  athugið að þetta eru bara krakkar á aldrinum 13-15 ára.   Joyful Heimasætan var í atriði no. 7 og gekk þeim bara mjög vel en eitthvað er að úsendingunni því truflanir voru  í míkrófónum hjá nokkrum atriðum þannig að útsendingin er líklega ekki alveg sú besta en salurinn heyrir þetta örugglega betur.  Ég er nú með smá hnút í maganum yfir þessu Joyful

Svo að lokinni keppninni þarf ég að bruna með nokkrar stelpur frá Laugardalshöllinni upp í Fjölnishús til að  keppa við Fjölni í handbolta kl. 17.00 .... ég hef sagt það áður að lífið snýst um þessi blessuðu börn og verð að segja að ég er heppin að það er nú  eitt barn eftir heima sem allt snýst um.  Aðrir farnir að sjá um sig sjálfir og maður tekur þátt í þeirra lífi á annan hátt. Halo

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband