Litli drengurinn minn í Danmörku.......
6.3.2008 | 22:54
hafði samband við mömmu sína ( 22 ára) og bað um íslenskt páskaegg....og þar sem ég get ekki staðist slíka bón þá mun ég senda honum og kærustunni 2 páskaegga svo þau fari nú ekki varhluta af hinni íslensku hefð að troða sig, hver sem betur getur, út af súkkulaði.
Annars er hann smá saman að komast inn í danskt samfélag og það er nú þannig að þessi blessuðu börn læra helst ef þau ganga sjálf á veggina og þannig er það nú með minn dreng, hann fer að skoða hindranirnar þegar hann hefur rekist á þær. En hann er að læra Hann er ánægður í MGK tónskólanum og er að fara að æfa með hljómsveit á vegum skólans sem mun verða með tónleika á næstunni. Síðan er hann að vinna á Dóminos í Köben með skólanum. Honum fannst það ekki spennandi kostur í fyrstu, en þegar menn hafa gengið um atvinnulausi og orðnir peningalitlir í öðru landi og þarf að bjarga sér þá tekur maður því fegins hendi sem býðst. Ég held að það að fá ekki vinnu hafi verið góð lexía, það er ekki allt sjálfgefið og það þarf að hafa fyrir hlutunum.
Nú er stóri dagur heimasætunnar að renna upp hún verður 15 ára á morgun. Það mun nú ekki mikið verða haldið upp á það að sinni því hún kemst varla yfir það sem hún hefur að gera. Dagurinn hjá henni verður á þessa leið....skóli, söngtími, leiklistartími og samfésball í Laugardalshöll. Það verður lítill tími fyrir foreldra þennan daginn. Á laugardag á hún svo að keppa ásamt tveimur vinkonum og hljómsveit úr skólanum hennar í söngvakeppni samfés, þau keppa fyrir Ársel og verður það líklega mjög spennandi og gaman, en deginum lýkur ekki þá, keppa þarf í handboltanum kl. 17.00 og síðan er henni boðið í leikhús, ég held að hún þurfi að sofa allan sunnudaginn eftir þessi herlegheit.
Jæja þá hef ég þetta ekki lengra og býð góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.