Það er mikið um að vera þessa dagana...

það er nefnilega árshátíð í vændum hjá unglingnum á heimilinu, þar sem hún er stelpa þá er mikið tilstand ... ég man ekki eftir þessu hjá strákunum .. það var alltaf eitthvað svo  hreint og beint, það var varla að þeir nenntu að pæla í fötunum sem þeir ætluðu að vera í...... en dóttirin þar gegnir allt öðru máli. Það þarf kjól .. það voru keyptir 4 á Kanarí svo eitthvað er að velja úr....  það þarf skó... þurfa að passa við kjólinn, réttur litur, eyrnalokka þarf að velja og hálsmen, eitthvað er til en annað þarf að kaupa, sem betur fer eru þetta ekki mjög dýrir hlutir en það týnist til.  Síðan þarf að spekúlera og spá með vinkonunum og huga að hvernig hárið eigi að vera og ég tala nú ekki um förðunin. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona mikið mál þegar ég fór á árshátíð í gamladaga.Halo 

Það sem gerir hlutina erfiðari þessa vikuna og fer með skapið hjá móður og dóttur er að það eru þemadagar í gangi í tengslum við árshátíðarvikuna. Það var kúrekadagur á mánudag, 80´s á þriðjudag og á sjálfan árshátíðardaginn hafa bekkirnir valið sinn eigin þemaklæðnað til að klæðast yfir daginn og svo er ballið um kvöldið.

Þetta hefði  nú  verið allt í lagi ef til hefði verið eitthvað í þessum dúr á heimilinu, húsmóðirin tók  nefnilega nokkuð vel til í skápum  í vetur og lét allt sem minnti á gamla tíð í fatnaði hverfa og af þeim sökum varð ástandið á mánudagskvöldið verulega erfitt þegar ekkert fannst sem minnti á 80´s í fataskápunum.  En þegar upp var staðið og raddir höfðu hækkað og lækkað og allt komið út úr skápum, fannst lausn á málinu og allir urðu sáttir. En það verð ég að segja að grímuböll eða þemaklæðnaður hefur aldrei verið mín deild, þetta er ágætt og gaman að horfa á aðra, ef ég þarf ekki að koma nálægt þessu sjálf. Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband